Greinargerð Seðlabankans á undanþágubeiðnum slitabúa föllnu bankanna var kynnt nú fyrir stundu.

Forsenda þess að hægt væri að veita slitabúunum undanþágu var að ef stöðugleiki í gengis- og peningamálum og fjármálalegum stöðugleika verði ekki raskað vegna slita þeirra. Seðlabankinn mat tillögur slitabúa föllnu bankanna á þann hátt að óhætt væri að leggja til að fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti undanþágur sem Seðlabankinn hyggst veita slitabúunum.

Skuldir ríkissjóðs munu lækka

Samtals nema mótvægisaðgerðir vegna uppgjörs slitabúanna auk inlendra eigna sem varðar eru með erlendum eignum 856 milljörðum króna.

Í greinargerð Seðlabankans kemur fram að slitabúin þrjú, Kaupþing, Glitnir og LBI munu greiða 491 milljarð króna  til stjórnvalda í formi stöðugleikaframlags, skattgreiðslna auk endurheimta ESÍ frá þessum sömu aðilum.

Skuldir ríkissjóðs munu lækka enda á að ráðstafa andvirði stöðugleikaframlagsins í að greiða niður skuldir ríkissjóðs, m.a. við Seðlabankann. Þó varar Seðlabankinn við að uppgreiðsla skulda með lausafé gæti valdið óstöðugleika nema það sé gert á löngum tíma.

Hreinar erlendar skuldir Íslands lækka um 3.740 milljónir króna og undirliggjandi erlend staða batnar um 360 milljónir beint vegna slitanna.

Einnig lengist í fjármögnun bankakerfisins sem minnkar endurfjármögnunaráhættu kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja og þar með stuðla að stöðugleika fjármálakerfisins og draga úr líkum á óstöðugleika í gengis- og peningamálum sem endurfjármögnunaráhætta getur haft í för með sér.

Seðlabankinn tekur einnig fram að undanþágan dragi úr hættu á lagalegum ágreiningi, en fram kemur að honum gæti fylgt greiðslujafnaðaráhætta til lengri tíma sem myndi tefja fyrir losun fjármagnshafta á innlenda aðila.