Bandarísku símafyrirtæin T-Mobile og Spring hafa tilkynnt að forsala á nýja símanum frá Apple, iPhone 7 og iPhone 7 Plus, séu fjórfaldar á við það sem þær voru í síðustu tveimur símum fyrirtækisins, iPhone 6 og iPhone 6s. Þetta kemur fram í frétt CNN .

Á föstudag hófst forsalan, en hún er sú mesta í sögu T-Mobile, og brýtur hún met, hvort tveggja fyrir fyrsta dag forsöluna, sem og ef horft er til allra fjögurra daganna.

Vinsælasta gerðin í forsölu er í svörtu og mattsvörtu.

„Á forsölustigi er eftirspurnin um fjórum sinnum meiri en hún var fyrir iPhone 6,“ sagði forstjóri T-Mobile, John Legere.

Í fréttatilkynningu frá Sprint kemur fram að forsalan fyrir iPhone 7 og iPhone 7 plus hafi verið 375% meiri fyrstu þrjá dagana ef borin saman við síðasta ár.

Bæði fyrirtækin bjóða viðskiptavinum að fá nýju símana ókeypis í staðinn fyrir Samsung Galaxy 7, iPhone 6, iPhone 6s eða aðra jafngilda síma.

Í yfirlýsingu frá Apple kemur fram að fyrirtækið muni ekki lengur bjóða fram sölutölur, heldur framboðstölur, enda sé framboðið orðið eini marktæki mælikvarðinn.