*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 8. október 2015 10:18

Gríðarleg fjölgun ferðamanna í september

Brottfarir erlendra ferðamanna í september voru 39% meiri en í sama mánuði í fyrra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Brottfarir erlendra ferðamanna í september voru 39% meiri en í sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Greint var frá þessu á síðu Ferðamálastofu.

September 2015 var langfjölmennasti septembermánuður frá upphafi en þá komu um 123 þúsund ferðamenn til landsins. Nýliðinn september var m.a. stærri en stærsti mánuður ársins ársins (ágúst) 2012 en þá komu um 115 þúsund ferðamenn til landsins.

Fleiri erlendir ferðamenn hafa komið til landsins fyrstu níu mánuði ársins en komu allt árið í fyrra, en þetta jafngildir um 28% þróun milli ára.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim