Grikkir munu skera niður aukalega í flokki eftirlauna auk þess sem skattar þar í landi verða hækkaðir. Þetta var samþykkt á gríska þinginu í gær. Alexis Tsipras, forsætisráðherra þjóðarinnar, keyrði þennan aukna niðurskurð gegnum þingið með það í huga að það geti leitt til aukinnar efnahagsaðstoðar frá aðildarríkjum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um fyrir skömmu síðan var blásið til allsherjarverkfalls víðsvegar um landið eftir að tilkynnt var um að kosið yrði um niðurskurðinn á sunnudag, en almenningssamgöngur og aðrar stofnanir lágu niðri víða um Grikkland. Mótmælin héldu áfram í gær, en fjöldi manns hópaðist saman fyrir utan þinghúsið og barðist við lögreglu.

Alexis Tsipras er forsætisráðherra gegnum stjórnmálaflokkinn Syriza, sem komst til valda snemma árs 2015 með það yfirlýsta markmið að skera ríkisútgjöld ekki niður. Síðan þá hefur flokkurinn, sem hallast til vinstri, skorið niður þrisvar sinnum - gærdagurinn meðtalinn - í vonum um að auka við efnahagsaðstoðina frá öðrum ríkjum, en efnahagsstaða Grikklands er fremur bágborin eins og stendur.