Frumvarp um auknar sparnaðaraðgerðir í Grikklandi var samþykkt í gríska þinginu í gær, en töluvert var deilt um málið. Aðgerðirnar voru skilyrði þess að Grikkland gæti fengið aukin lán frá lán frá lánadrottnum.

Þessi hluti lánáætlunar mun veita Grikklandi aðgang að um 12 milljörðum evra, eða um 1.700 milljörðum króna. Heildar upphæð lánanna nemur 86 milljörðum evra. Af þessum 12 milljörðum evra verða 10 milljarðar notaðir til þess að endurfjármagna gríska bankakerfið.

Þingmeirihluti forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras hefur veikst töluvert undanfarið en tveir þingmenn yfirgáfu flokkins hans við atkvæðagreiðsluna um sparnaðaraðgerðirnar. Tsipras komst til valda með loforðum um að hann myndi ekki samþykkja frekari sparnaðaraðgerðir. Meirihlutinn hefur nú einungis 153 þingmenn af 300. Reuters greinir frá.