*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Fólk 14. febrúar 2018 18:03

Grímur hættir í stjórn SAF

Stjórnarformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Grímur Sæmundsen, hyggst hætta á komandi aðalfundi samtakanna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, mun láta af störfum sem stjórnarformaður Samtaka ferðaþjónustunnar eftir aðalfund félagsins þann 21. mars. Grímur hefur verið stjórnarformaður SAF frá árinu 2014.

„Þetta er búið að vera afar krefjandi og áhugaverður tími enda hefur greinin gengið í gegnum gríðarlegt vaxtarskeið,“ segir Grímur.

Þá mun Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, í sumar taka við starfi framkvæmdastjóra Blue Lagoon Journeys, dótturfélags Bláa lónsins.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim