Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segist fagna afnámi hafta enda hafi hann um langa hríð talað fyrir nauðsyn þess að ráðast í þessa að­ gerð.

„Ég fagna því að stjórnvöld hafi gripið í taumana og stigið þetta skref,“ segir hann. „Þetta er að mínu mati geysilega mikilvægt til að reyna að stemma stigu við frekari styrkingu krónunnar. Að því sögðu hef ég samt sem áður áhyggjur af því að krónan geti haldið áfram að styrkjast. Fram undan er mikið gjaldeyrisinnflæði vegna ferðaþjónustunnar í sumar og framhaldið mun velta mikið á því hvernig ríkisstjórnin og Seðlabankinn halda á málum

Það voru vonbrigði að Seðlabankinn skyldi ekki styðja enn frekar við þá aðgerð, sem aflétting haftanna er, með því að lækka vexti. Við erum samt ekki alveg búin að bíta úr nálinni með það. Ég tel alveg einsýnt að vextir verði lækkaðir á næsta vaxtaákvörð­ unardegi. Ef ekki þá búa menn í einhverjum fílabeinsturni. Það er mesta hagsmunamál fyrirtækja og almennings í landinu að vextir verði lækkaðir og færðir nær því sem þekkist í okkar nágrannalöndum og vaxtalækkun mun stuðla að því að það myndist nýtt jafnvægisgengi á krónunni.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta gerst áskrifendur hér .