Grísk stjórnvöld lögðu í gærkvöldi fram nýjar tillögur til úrbóta í grísku efnahagslífi til lánardrottna (þ.e. framkvæmdastjórn Evrópusamandsins, Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) áður en skilafrestur rann út um miðnætti.

Enn er á huldu hvað nákvæmlega felst í úrbótunum en ljóst er að skera þurfi verulega niður í ríkisrekstri og hækka skatta. Talað er um að þæri innihalda niðurskurð upp á þrettán milljarða evra. Meðal þess sem hefur verið til umræðu í grískum fjölmiðlum skv. frétt BBC og Guardian um málið eru skattahækkanir á flutningafyrirtæki, flatur virðisaukaskattur um 23%, 300 milljóna evra niðurskurður í varnamálum auk þess sem að fjöldi ríkisfyrirtækja verða einkavædd.

Talið er líklegt að tillögurnar verði samþykktar af þinginu á eftir en tillögurnar eru sagðar innihalda mörgum atriðum sem hafnað var í kosningunum síðastliðin sunnudag.