Á vefnum natturan.is hefur verið opnað Grænt Íslandskort. Það er gagnvirkur vefur með upplýsingum um vistvæna kosti hérlendis í viðskiptum og ferðamennsku.

Kortið er samvinnuverkefni Náttúran.is, alþjóðlega verkefnisins Green Map Systems og Háskóla Íslands.

Tilgangur kortsins er að gefa yfirsýn yfir þá umhverfisvænu kosti sem fyrir eru á Íslandi og hvetja fólk til að nýta sér þá og styðja frekar þau fyrirtæki sem vinna á umhverfismeðvitaðan hátt.

Græna kortið má nálgast hér.