Tölvuþrjótar náðu stjórn á vefkerfi bílaframleiðandans Teslu og notuðu það til þess að grafa eftir Bitcoin að því er CNBC greinir frá .

Um er að ræða aðgang að skýþjónustu sem Tesla leigir af vefþjónustu Amazon en tölvuþrjótarnir náðu að komast inn í forrit sem kallast Kubernetes sem er þjónusta Google sem er ætlað að besta noktun á skýjaþjónustu. Kubernetes forritið var ekki varið með lykilorði.

Önnur fyrirtæki urðu einnig fyrir svipuðum vandamálum en þeirra á meðal var breska tryggingafélagið Aviva og hollenski símkortaframleiðandinn Gemalto.