*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 28. ágúst 2018 17:00

Jeratún hagnast um 17 milljónir

Jeratún ehf. hagnaðist um 17 milljónir króna á fyrir helmingi þessa árs og í lok tímabilsins var eigið fé jákvætt um sem nam 198.584 þúsund samkvæmt árshlutareikningi.

Ritstjórn
Grundarfjörður
Haraldur Guðjónsson

Jeratún ehf. hagnaðist um 17 milljónir króna á fyrir helmingi þessa árs og í lok tímabilsins var eigið fé jákvætt um sem nam 198.584 þúsund samkvæmt árshlutareikningi. Á hluthafafundi í félaginu á tímabilinu var hlutafé aukið um 8 milljónir króna. 

Lántaka félagsins er vegna fjármögnunar framkvæmda við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Sveitarfélögin ásamt ríkinu greiða húsaleigu sem á að standa undir afborgunum og vöxtum af lánum. Í lok tímabilsins námu eftirstöðvar lána um 245 milljónir króna og voru eftirstöðvar í skilum. Sveitarfélögin bera hlutfallslega ábyrgð á greiðslu lánanna.

Jeratún ehf. er einkahlutafélag í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar og bera þau ábyrgð á skuldbindingum þess. Hlutverk félagsins er bygging og rekstur skólahúsnæðis Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.

Sturla Böðvarsson er stjórnarformaður Jeratúns ehf. 

Stikkorð: Uppgjör
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim