*

laugardagur, 18. ágúst 2018
Innlent 13. mars 2018 17:50

Grunnskólakennarar semja

Nýr kjarasamningur Félags grunnskólakennara mun gilda til eins árs verði hann samþykktur í atkvæðagreiðslu

Ritstjórn
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Grunnskólakennarar hafa gert nýjan kjarasamning en hann mun gilda til eins árs. Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands, fyrir hönd Félags grunnskólakennara, undirrituðu samninginn nú síðdegis. Samningurinn mun því taka gildi þann 1. apríl næstkomandi og renna út 31. mars 2019.

Að því er kemur fram á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga mun kjarasamningurinn verða kynntur sveitarfélögunum og félagsmönnum FG á næstu dögum. Grunnskólakennarar eiga þó eftir að kjósa um samninginn en niðurstöðu kosninga má vænta fyrir 21. mars.

Verði samningurinn samþykktur af báðum aðilum mun hann verða birtur á vef sambandsins.