*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 4. ágúst 2013 17:35

Grunnskólar Reykjavíkurborgar fá iPad tölvur

Reykjavíkurborg óskar er eftir tilboðum í 158 spjaldtölvur.

Ritstjórn
Apple

Innkaupadeild Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Skrifstofu þjónustu og reksturs, hefur óskað eftir tilboðum í 158 spjaldtölvur. Í útboðsauglýsingu er tekið fram að spjaldtölvurnar verða að vera útbúnar Apple iOS stýrikerfi, útgáfu 6 eða nýrri.

Að sögn Óskars J. Sandholt, skrifstofustjóra hjá Reykjavíkurborg, eru tölvurnar fyrir grunnskóla borgarinnar. Þær eru keyptar að ósk skólanna, sem hafa ákveðið fjárveitingarleyfi til tölvukaupa.

Athygli vekur að ekki er óskað eftir iPad stýritölvum í útboðsauglýsingunni, þótt þær séu þær einu sem keyra á iOS stýrikerfi. Ástæðan er sú að borginni er óheimilt að óska eftir sérstakri tegund, en leitast er við að uppfylla óskir skólanna um að spjaldtölvurnar séu frá Apple.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim