*

sunnudagur, 19. maí 2019
Innlent 17. nóvember 2017 08:39

Grunur um 400 milljóna skattaundanskot

Dótturfélag Öryggismiðstöðvarinnar er rannsakað vegna gerviverktöku undirverktaka fyrirtækisins.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú dótturfyrirtæki Öryggismiðstöðvarinnar, fyrirtækið 115 Security, vegna mögulegrar aðildar að skattsvikum undirverktaka fyrirtækisins.

Í rannsókninni sem staðið hefur yfir síðan árið 2014 að því er Fréttablaðið segir frá, er rannsakað hvort fyrirtækið hafi átt þátt í meintum skattsvikum undirverktakanna, sem eru níu talsins en þeir eru allir komnir í gjaldþrot.

Samningar fyrirtækisins, sem er eitt af fjórum dótturfyrirtækjum Öryggismiðstöðvarinnar, námu um 700 milljónum króna, en til rannsóknar er hvort þar hafi átt sér stað svokölluð gerviverktaka, þar sem starf launamanns er gert að verktakastarfi.

Hættu strax viðskiptum þegar málið kom upp

Þannig hafi rúmlega 400 milljónum króna verið stungið undan skatti, en Friðrik Sverrisson, framkvæmdastjóri 115 Security hafnar því að fyrirtækið hafi átt nokkra aðild að málinu, enda hafi það ávalt staðið í skilum.

„Þetta er mjög skrítið mál og fordæmalaust með öllu,“ segir Friðrik. „Þeirra skattskil eru okkar félagi algjörlega óviðkomandi, en þegar við fengum ábendingu um að skattskil þessara undirverktaka væri í ólestri þá hættum við strax viðskiptum við þá.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim