Móðurfélag Guardian tímaritsins, Guardian Media Group, upplýsir um að rekstrartap félagsins fyrir síðasta starfsár sé um 69 milljón pund, sem er meira en búist var við.

Tapar 28 milljörðum króna

En heildartap félagsins á árinu nemur 173 milljón pundum, sem samsvarar um 28 milljörðum króna, því fyrirtækið afskrifar um 80 milljón pund af eignarhlut sínum í tímarita- og atburðafyrirtækinu Ascential.

Jafnframt bætist við um 20 milljón punda tap vegna starfslokagreiðslna.

Fyrirtækið hefur farið framúr markmiðum sínum um að fækka störfum um 250 með um 70 blaðamenn hafa samþykkt sjálfviljugir að hætta störfum.

Auglýsingatekjur af prentmiðlum minnka hratt

Fyrrum ritstjóri blaðsins, Alan Rusbridger, sagði af sér í maí sem stjórnarformaður Scott Trust, sem er eini hluthafinn í fjölmiðlinum. Eru Rusbridger, og Andrew Miller, fyrrum framkvæmdastjóri Guardian, sakaðir um leyfa kostnaði að fara úr böndunum í rekstri fjölmiðilsins.

Kemur það í kjölfar útgáfu blaðsins á netmiðlum bæði í Bandaríkjunum og Ástralíu, en fyrirtækið bjóst við að fá auknar tekjur af auglýsingum með fríum aðgangi að netmiðlum sínum.

Búist var við að rekstrartap ársins yrði um 58,6 milljón punda, en fyrirtækið er að horfa fram á meira tap af auglýsingatekjum af prentútgáfu sinni í Bretlandi, samhliða öðrum tímaritum.