Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Marel á Íslandi. Guðbjörg hefur undanfarin tvö ár stýrt vöruþróunarstarfsemi félagsins á Íslandi og Bretlandi, auk þess sem hún hefur verið verkefnastjóri í vöruþróun fiskvinnslubúnaðar.

Guðbjörg er 38 ára gömul og er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Hún hefur starfað hjá Marel frá árinu 2011 en áður starfaði hún við greiningu hjá Eyri Invest.

Guðbjörg tekur við starfinu af Nótt Thorberg sem nú kveður Marel. Í tilkynningu frá Marel segir að Guðbjörg muni leiða starfsemi félagsins á Íslandi í nánu samstarfi við iðnaði og alþjóðleg stoðsvið félagsins samhliða því sem hún mun áfram stýra vöruþróun á Íslandi.