Guðmundur Óskarsson forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Icelandair flytur sig í haust innan Icelandair Group samsteypunnar og fer yfir til Flugfélags Íslands þar sem hann verður yfir sölu- og markaðssviði fyrirtækisins. Þetta kemur fram í samtali við Viðskiptablaðið.

Guðmundur hefur starfað fyrir Icelandair síðan 2004, þar af síðustu átta ár í núverandi starfi. Þar á undan var hann markaðsstjóri fyrir annars vegar Mið-Evrópu og hins vegar Skandinavíu í tvo ár hvort. Hann er með B.S. og B.A. gráður í Viðskiptafræði og Alþjóðasamskiptum frá Pennsylvanía State háskólanum og diplómagráðu frá Universität Leipzig í Þýskalandi.

Hann er kvæntur Kristínu Þorleifsdóttur og eiga þau tvær dætur.