Guðmundur Helgi Þorsteinsson gefur kost á sér í 3. – 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi sem fram fer á morgun, laugardaginn 20. janúar. Guðmundur Helgi er með meistaragráðu í nýsköpun, stefnumótun og breytingarstjórnun frá viðskiptaháskólanum York st. John í York á Englandi.

Guðmundur Helgi er með erlenda stjórnunareynslu en hann bjó um árabil í Sviss þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri tækni og þróunarmála hjá Alþjóðablaksambandinu FIVB í Lausanne Sviss og er jafnframt er hann eini Íslendingurinn sem hefur haft fast starf með höndum í alþjóðaíþróttahreyfingunni.

Guðmundur Helgi hefur áralanga reynslu af íþrótta—og forvarnarmálum og afreksstarfi í íþróttum sem leiðtogi og þátttakandi í ýmsum stjórnum og nefndum þeim tengdum um áratuga skeið og situr meðal annars í stjórn Blaksambands Evrópu CEV síðan 2015.

Leggur áherslu á náttúruvernd á Setljarnarnesi

Guðmundur Helgi hefur um árabil haft mikinn áhug á náttúrvernd Vestursvæðanna á Seltjarnarnesi, sat í Umhverfisnefnd bæjarins 2002-2003, og er hann talsmaður aukins aðhalds og eftirlits á svæðunum og frekari samvinnu við Umhverfisstofnun um fyrirkomulag til framtíðar svo íbúar megi njóta óspilltrar náttúru í nærumhverfi sínu.

Guðmundur Helgi leggur áherslu á íbúalýðræði og þess að mótuð verði stefna í málefnum umboðsmanns íbúa til þess að tryggja óhæði í stjórnsýslu Seltjarnarnesbæjar auk þess sem að aðhald verði gætt í meðferð skattfjár íbúa.

Þess utan leggur hann áherslu á að samgöngumál verði skoðuð sérstaklega þ.e. umferð inn og út af Seltjarnarnesi auk þess sem að hann vill viðhalda sterku íþrótta- og æskulýðsstarfi, bæta aðstöðu leikskólans sem er einn stærsti leikskóli lands og efla lífsgæði þeirra sem eldri eru og þurfa á grunnþjónustu að halda.