Verðmætasti farmur sem íslenskt fiskiskip hefur fengið í einni samfelldri veiðiferð kom til hafnar seint í gærkvöldi. Um er að ræða farm frystitogarans Guðmunds í Nesi sem er í eigu Brims. Þetta kemur fram í frétt á Visir.is.

Eftir 30 daga á sjó var búið að veiða rúmlega 300 tonn af grálúðu og er verðmætið um 450 milljónir króna. Veiðin fór fram skammt frá Íslandi eða á Hampiðjutorginu undan Vestfjörðum.

Löndun á farminum hefst í hádeginu í dag en þegar er búið að selja allan farminn.