*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Fólk 27. janúar 2017 15:01

Guðmundur Kristján aðstoðarmaður Þorgerðar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ráðið Guðmund Kristján Jónsson sem aðstoðarmann.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Guðmundur Kristján Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 

Guðmundur lauk BES. gráðu í umhverfisfræðum með áherslu á borgarskipulag frá University of Waterloo í Kanada árið 2016. Helstu rannsóknarefni hans voru loftslags- og lýðheilsumál.

Með sveinspróf í húsasmíði

Hann lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og sveinsprófi í húsamíði frá Tækniskólanum í Reykjavík.

Guðmundur lætur af störfum sem framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Borgarbrags ehf. sem hann stofnaði og rekur ásamt Pétri H. Marteinssyni.

Áður starfaði Guðmundur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og sem pistlahöfundur á Fréttablaðinu. Guðmundur starfaði um árabil sem húsasmiður, m.a. við innréttingasmíði, trésmíði og mótauppslátt.

Guðmundur er fæddur árið 1988 og er kvæntur Heiðu Kristínu Helgadóttur, framkvæmdastjóra og stjórnmálafræðingi. Hann á tvo stjúpsyni.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim