*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 11. janúar 2018 08:20

Guðmundur á móti olíuvinnslu á Íslandi

Umhverfisráðherra segir ekki siðferðislega rétt að stunda olíuvinnslu og ætla að gera sig gildandi í loftslagsmálum.

Ingvar Haraldsson
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Ég er þeirrar skoðunar að það fari mjög illa saman að við förum í olíuvinnslu á sama tíma og við viljum gera okkur gildandi í loftslagsmálum. Mér finnst þetta ekki ríma saman,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra um möguleikann á olíuvinnslu á Drekasvæðinu.

„Mér finnst ekki siðferðislega rétt að ætla að gera sig gildandi í loftslagsmálum og setja sér metnaðarfull markmið um kolefnishlutleysi árið 2040 og vera á sama tíma í olíuvinnslu,“ segir Guðmundur.

Þetta sé fyrir utan hættuna af umhverfisslysum sem geti orðið við olíuvinnslu. „Við erum ekki byrjuð að tala um þá þætti. Þetta er á þeim stað í hafinu þar sem þetta er spurning um veðurfar og hættu á olíuslysum á öðru slíku.“

Tímamót verða við olíuleit á Drekasvæðisins þann 23. janúar en þá þurfa leyfishafar af síðasta sérleyfinu til olíuleitar á íslenska hluta Drekasvæðisins að tilkynna Orkustofnun hvort þeir hyggist fara á annað stig olíuleitar við Íslandsstrendur eða gefa sérleyfið frá sér.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér