Guðmund­ur Ólafs­son hef­ur verið ráðinn svæðis­stjóri Ari­on banka á Norður- og Aust­ur­landi og mun jafn­framt gegna stöðu úti­bú­stjóra Ari­on banka á Ak­ur­eyri.

Guðmund­ur hef­ur starfað sem úti­bú­stjóri Ari­on banka á Eg­ils­stöðum frá ár­inu 2010, en hann hóf störf hjá bank­an­um árið 2007. Guðmund­ur er rekstr­ar- og viðskipta­fræðing­ur frá Há­skól­an­um á Bif­röst. Eig­in­kona Guðmund­ar er Þór­veig Há­kon­ar­dótt­ir og sam­an eiga þau tvö börn.

Ari­on banki starf­ræk­ir sex úti­bú á starfs­svæðinu, á Ak­ur­eyri, Blönduósi, Eg­ils­stöðum, Sauðár­króki, Sigluf­irði og Ólafs­firði. Bank­inn starf­ræk­ir jafn­framt fjar­vinnslu á Sigluf­irði og á Ak­ur­eyri, meðal ann­ars í tengsl­um við líf­eyr­isþjón­ustu bank­ans. Alls vinna um 80 starfs­menn hjá Ari­on banka á Norður- og Aust­ur­landi.