*

sunnudagur, 19. maí 2019
Fólk 8. mars 2019 15:13

Guðmundur ráðinn til Pipar\TBWA

Guðmundur Stefán Maríusson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri auglýsingarstofunnar Pipar\TBWA.

Ritstjórn
Guðmundur Stefán Maríusson er nýr rekstrarstjóri Pipar\TBWA
Aðsend mynd

Guðmundur hefur áratuga reynslu úr auglýsinga- og markaðsgeiranum en hann starfaði sem fjármálastjóri Íslensku auglýsingastofunnar í 27 ár. Jafnframt var hann framkvæmdastjóri ABS fjölmiðlahúss frá stofnun árið 2001 en það er í eigu Hvíta hússins, EnnEmm og Íslensku auglýsingastofunnar.

Guðmundur hefur undanfarið starfað sem sjálfstæður ráðgjafi í markaðs- og rekstrarmálum, en hann starfaði áður hjá Ríkisbókhaldi í þrjú ár og var einnig eitt ár hjá TNT í Sydney í Ástralíu.

„Það er mjög spennandi að takast á við nýjar áskoranir þótt um sama geira sé að ræða. Pipar\TBWA hefur verið í fararbroddi í auglýsingageiranum og stendur mjög framarlega í stafrænni markaðssetningu,” segir Guðmundur en hann er Cand. Oecon frá Háskóla Íslands.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim