Guðmundur hefur áratuga reynslu úr auglýsinga- og markaðsgeiranum en hann starfaði sem fjármálastjóri Íslensku auglýsingastofunnar í 27 ár. Jafnframt var hann framkvæmdastjóri ABS fjölmiðlahúss frá stofnun árið 2001 en það er í eigu Hvíta hússins, EnnEmm og Íslensku auglýsingastofunnar.

Guðmundur hefur undanfarið starfað sem sjálfstæður ráðgjafi í markaðs- og rekstrarmálum, en hann starfaði áður hjá Ríkisbókhaldi í þrjú ár og var einnig eitt ár hjá TNT í Sydney í Ástralíu.

„Það er mjög spennandi að takast á við nýjar áskoranir þótt um sama geira sé að ræða. Pipar\TBWA hefur verið í fararbroddi í auglýsingageiranum og stendur mjög framarlega í stafrænni markaðssetningu,” segir Guðmundur en hann er Cand. Oecon frá Háskóla Íslands.