*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Innlent 11. febrúar 2017 17:26

Guðni Bergsson nýr formaður KSÍ

Guðni Bergsson var fyrir stundu kosinn nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Guðni Bergsson var fyrir stundu kosinn nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands á 71. ársþingi sambandsins í Vestmannaeyjum. Ásamt Guðna var Björn Einarsson í framboði til formanns. Guðni hlaut 83 atkvæði og Björn 66 en alls kusu 149 þingfulltrúar.

Guðni hefur undanfarið starfað sem lögfræðingur en hann er auk þess fyrrum landsliðsfyrirliði og atvinnumaður í knattspyrnu. Hér á landi lék hann með Val en hann var atvinnumaður hjá Tottenham og Bolton í Englandi.