Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, hefur fengið umboð forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar til stjórnarmyndunarviðræðna, og býst hann við að heyra í þeim eftir helgi hver tónninn er í viðræðunum.

Ákvörðunin nú kemur í kjölfar þess að flokkarnir áttu í óformlegum viðræðum fyrr í dag, en saman hefðu þeir einungis eins manns meirihluta, líkt og skammlíf fyrri ríkisstjórn. Sagt hefur verið að til greina kæmi ef þessir flokkar ná saman, að reyna að fá fleiri flokka inn stjórnarmyndunina.

„Staðan er nú þannig að fjórir formenn stjórnmálaflokka sem hafa meirihluta á Alþingi vilja veita einum þeirra stjórnarmyndunarumboð til að þeir geti hafið formlegar viðræður," segir Guðni sem segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir að mynda stjórn.