Í morgun klukkan 6:25, eftir að búið var að telja 67% atkvæða, eða 164.105 er niðurstaðan sú að Andri Snær Magnason er með 14,2% atkvæða, Davíð Oddson með 13,6%, Guðni Th. Jóhannesson 38,8%, Halla Tómasdóttir með 28,5% og Sturla Jónsson með 3,6%, en aðrir frambjóðendur voru með minna en 1% atkvæða. Á kjörskrá voru 245.004 manns.

Þegar þetta er skrifað voru komnar lokatölur í þremur kjördæmum, suðurkjördæmi, suðvesturkjördæmi (kraganum) og Reykjavíkurkjördæmi norður.

Suðurkjördæmi þar sem var um 74% kjörsókn, þar var Guðni með rúmlega 35%, Halla með 34%, Davíð með 16,7%, Andri Snær með 7,3% og Sturla með rúm 5% meðan aðrir voru með minna en 1% fylgi.

Í suðvesturkjördæmi var kjörsókn 77%, þar skiptist atkvæðin þannig milli þeirra sem voru með meira en 1% fylgi að Guðni fékk 39,9%, Halla 28,9%, Davíð 13,9%, Andri Snær 12,9% og Sturla með 3,3%.

Í Reykjavíkurkjördæmi norður, sem var fyrst til að birta lokatölur, var kjörsókn um 75,1%, þar voru niðurstöður fyrir þá sem voru meira en 1% þannig að Guðni fékk 36%, Halla með 22%, Andri Snær með 24%, Davíð með tæplega 13% og Sturla 3,4%.

Þessar tölur fengust af vef RÚV .