Tveir nýjir framkvæmdastjórar til liðs við fjártækni fyrirtækið ALVA sem á og rekur meðal annars Netgíró og Aktiva.

Guðni Aðalsteinsson tekur við starfi framkvæmdastjóra fjármála og rekstarsviðs og Katrín M Guðjónsdóttir við starfi framkvæmdastjóra markaðssviðs, um er að ræða ný störf innan félagsins.

Guðni Aðalsteinsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra fjármála og rekstrarsviðs (CFO) ALVA. Guðni hefur yfir 20 ára reynslu af alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hann kemur til ALVA frá trygginga- og eignastýringafyrirtækinu Legal & General í Bretlandi þar sem hann var yfirmaðurfjárstýringar samstæðunnar. Guðni var yfirmaður eigna– og skuldastýringarsviðs AIB, starfaði hjá Credit-Suisse og Lehman Brothers í London og Frankfurt og var um tíma framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings. Guðni er með MBA gráðu frá University of Cambridge og BS gráðu í hagfræði.

Katrín M Guðjónsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra markaðssviðs (CMO) ALVA. Katrín er viðskipta- og markaðsfræðingur með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og býr yfir víðamikilli reynslu úr viðskiptalífinu, mest þegar kemur að markaðsmálum, uppbyggingu vörumerkja og viðskiptaþróun. Katrín hefur starfað sem markaðsstjóri tveggja olíufélaga, markaðsstjóri Innnes auk þess að starfa að markaðsmálum fyrir Símann og hefur tekið þátt í undirbúningi Skeljungs og N1 fyrir skráningu í kauphöll, unnið að mörkunarvinnu og heildarstefnumótun fyrir þau félög sem hún hefur starfað hjá.