Lokatölur sýna að það var 75,7% kosningaþátttaka í forsetakosningunum í gær, en af 245.004 atkvæðabærra kusu 185.390 manns. Fyrir utan þá sem fengu minna en 1% atkvæða skiptust lokatölur þannig:

  • Andri Snær Magnason - 14,3%
  • Davíð Oddsson - 13,7%
  • Guðni Th. Jóhannesson - 39,1%
  • Halla Tómasdóttir - 27,9%
  • Sturla Jónsson - 3,5%

Í dag hyllti fjöldi manns Guðna við heimili hans á Seltjarnarnesi, en hann fékk atkvæði 71.356 kjósenda í kosningunum.

Í ávarpi sem hann hélt af svölum heimilis síns sagðist hann vilja læra af sögunni um leið og hann horfði bjartsýnn fram á veg. Jafnframt sagðist hann vilja fylgja góðu fordæmi þeirra sem áður hafa gegnt embættinu og hann sagðist trúa því og treysta að Íslendingar vildu búa áfram í samfélagi mannúðar, réttlætis og jafnaðar.