*

sunnudagur, 19. maí 2019
Fólk 6. mars 2019 14:35

Guðný til Pegasus

Guðný Kjartansdóttir hefur verið ráðin sem fjármálastjóri kvikmyndaframleiðslufélagsins Pegasus.

Ritstjórn
Guðný Kjartansdóttir er nýr fjármálastjóri Pegasus

Guðný Kjartansdóttir hefur verið ráðin sem fjármálastjóri hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Pegasus. Guðný hefur lokið B.S prófi í viðskiptafærði frá Háskólanum í Reykjavík. Guðný starfaði áður hjá Seðlabanka Íslands sem sérfræðingur á Fjárhagssviði. Áður en hún fór til Seðlabankans starfaði hún hjá Straumi Fjárfestingarbanka hf. sem sérfræðingur á Fjármálasviði.

Hildur Haraldsdóttir fráfarandi fjármálastjóri mun starfa áfram með félaginu fram eftir ári en þá lætur hún að störfum eftir rúmlega 20 ára farsælt samstarf.

„Pegasus er spennandi fyrirtæki sem hefur verið að sinna áhugaverðum verkefnum eins og framleiðslu í þáttunum Game of Thrones og Fortitude og bíómyndinni Arctic,“ segir Guðný. „Það er mér virkilega ánægjulegt að koma til starfa hjá svo lifandi fyrirtæki eins og Pegasus og fá tækifæri til að starfa í umhverfi sem er algjörlega andstætt því sem ég hef áður tilheyrt. Starf fjármálastjóra Pegasus er krefjandi verkefni sem ég er spennt að takast á við og þakklát fyrir að vera treyst fyrir.“

„Eftir ánægjulegt og farsælt 20 ára samstaf er Hildur að láta af störfum hjá okkur og er það því mikill happafengur fá til liðs við okkur jafn öfluga manneskju og Guðnýju og við bjóðum hana hjartanlega velkomna,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir framkvæmdastjóri Pegasus.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim