Guðrún Nordal hefur verið endurskipuð í embætti forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar til fimm ára, en hún tók fyrst við stöðunni árið 2009. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu um málið.

Staðan var auglýst 10. október síðastliðinn, og Guðrún tók við skipunarbréfi frá Lilju Alferðsdóttur mennta- og meningarmálaráðherra í gær.

Guðrún hefur meðal annars verið formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs (í ráðinu frá 2003) og stjórnarformaður Rannsóknasjóðs og Tækjasjóðs (seinna Innviðasjóðs) 2006-15, stjórnarformaður Nordforsk 2008-14, og í stjórn European Science Foundation 2006-15 og Fróðskaparsetursins í Færeyjum frá árinu 2017.