*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 24. apríl 2015 17:13

Guðrún Hafsteinsdóttir nýr varaformaður SA

Jens Garðar Helgason kemur nýr inn í framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins sem fram fór í dag var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin varaformaður SA fyrir starfsárið 2015-2016. Guðrún er markaðsstjóri Kjöríss og formaður Samtaka iðnaðarins. Kemur þetta fram í frétt á vefsíðu samtakanna.

Jafnframt var ný framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins kosin fyrir starfsárið 2015-2016. Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, kemur nýr inn í framkvæmdastjórnina.

Framkvæmdastjórn SA 2015-2016

 • Björgólfur Jóhannsson, formaður
 • Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður 
 • Grímur Sæmundsen
 • Höskuldur Ólafsson
 • Jens Garðar Helgason
 • Kolbeinn Árnason
 • Margrét Sanders
 • Sigsteinn Grétarsson
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

 • - Viðskiptablaðið sent heim
 • - Vefaðgangur að vb.is
 • - Frjáls verslun sent heim
 • - Fiskifréttir sent heim