*

sunnudagur, 19. maí 2019
Fólk 21. september 2018 17:24

Guðrún ráðin mannauðsstjóri Hafnarfjarðar

Guðrún Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar. Hún gegndi áður sömu stöðu hjá Reykjanesbæ í 7 ár.

Ritstjórn
Guðrún Þorsteinsdóttir er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og hefur starfað við mannauðsmál síðastliðinn áratug.
Aðsend mynd

Guðrún Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar. Á árunum 2008-2015 starfaði Guðrún sem mannauðsstjóri Reykjanesbæjar og bar þar meðal annars ábyrgð á að stefnu bæjarins væri framfylgt í öllum stofnunum, auk þess sem hún stýrði og leiddi starfsþróun.

Guðrún lauk meistaranámi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2015, diplomanámi í mannauðsstjórnun frá EHÍ árið 2009 auk þess sem hún útskrifaðist árið 1998 með B.Ed gráðu af leikskólakennarabraut við Kennaraháskóla Íslands.

Guðrún hefur starfað hjá ISAVA frá árinu 2015 við mannauðsráðgjöf til stjórnenda og flugverndardeildar, auk ráðninga og utanumhalds þeirra. Alls barst  21 umsókn um starfið en tvær umsóknir voru dregnar til baka. Guðrún mun hefja störf 1. október.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim