Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett Guðrúnu Þorleifsdóttur til að gegna embætti skrifstofustjóra skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar.

Guðrún er menntuð sem lögfræðingur en hún útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 1998 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2000.

Hún starfaði sem lögfræðingur innan iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins frá 2005 til 2011 en fyrir það vann hún m.a. hjá ríkisskattstjóra og var auk þess deildarstjóri virðisaukaskattsdeildar frá 2002 til 2004 og deildarstjóri lögfræðideildar frá 2004 til 2005.

Guðrún hefur starfað á skattaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins árið 2011 og hefur verið staðgengill skrifstofustjóra.