Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hefur aftur hafið störf við Seðlabanka Íslands, en hún hefur starfað hjá Riksbanken, Seðlabanka Svíþjóðar, frá því í september 2009 sem sérfræðingur í greiningu fjármálamarkaða. Guðrún Sóley er ráðin til að fylgja eftir fjárfestingarstefnu bankans og vinna við mat og greiningu á fjárhagslegum áhættuþáttum.

Hún hefur lokið BS prófi í fjármálum frá University of Notre Dame 2005 og MS gráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla íslands 2008.