Guðrún Steinunn Svavarsdóttir hefur verið ráðinn sérfræðingur í utanlandsdeild Gaman Ferða. Guðrún hefur mikla reynslu og hefur hún meðal annars unnið hjá Samvinnuferðum Landsýn, Iceland Express, Wow air og nú síðast hjá Úrval Útsýn.

„Vegna aukinna umsvifa í utanlandsdeild Gaman Ferða var ljóst að Gaman Ferðir þurftu að fjölga starfsmönnum og það var mikill fengur fyrir fyrirtækið að fá Guðrúnu til starfa,“ segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins.

Gaman Ferðir er ferðaskrifstofa að helmingi í eigu Wow air, stofnuð árið 2012, en flugfélagið keypti sig inn í félagið í apríl 2015. Síðan þá hefur fyrirtækið stækkað hratt, og starfa nú 10 manns hjá fyrirtækinu en fyrstu árin voru starfsmenn einungis tveir, þeir Þór Bæring Ólafsson og Bragi Hinrik Magnússon, en þeir eiga ásamt Berglindi Snæland hinn helminginn.