*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 12. maí 2017 16:00

Gúmmísteypan sameinast Reimaþjónustunni

Gúmmísteypa Þ. Lárusson hefur keypt Reimaþjónustuna og hafa fyrirtækin verið sameinuð undir einu þaki.

Ritstjórn
Gúmmí er notuð í margvíslegum tilgangi, meðal annars í útgerð, en hér notar Eymar Einarsson, skipstjóri á Ebba AK, gúmmísleggju í starfi sínu.
Aðsend mynd

Gúmmísteypa Þ. Lárusson ehf. hefur keypt fyrirtækið Reimar og bönd ehf., betur þekkt sem Reimaþjónustan.
Gengið var frá kaupunum um mánaðarmótin apríl/maí 2017. Félögin hafa verið sameinuð og er starfsemin undir einu þaki að Gylfaflöt 3 í Reykjavík. Gúmmísteypa Þ. Lárusson hefur verið starfrækt frá árinu 1984 en hét áður Gúmmísteypa Þ. Kristjánsson, stofnuð 1952.

Fyrirtækið sérhæfir sig í vörum úr gúmmíi og hefur þjónustað útgerðaraðila, sveitarfélög, verktaka, stóriðju, vélsmiðjur og fyrirtæki í verslun og þjónustu. Gúmmísteypan býr yfir mikilli reynslu af innflutningi og þjónustu vegna færibanda í iðnaði og bætir nú við sig meira úrvali slíkra banda auk reima og færibanda fyrir matvælaiðnað.

Eigandi fyrirtækisins er Þorsteinn Lárusson og Berglind Steinunnardóttir er framkvæmdastjóri.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim