Gunnar Bragi Sveinsson var kjörinn fyrsti varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins sem haldin er í Hörpu um helgina. Anna Kolbrún Árnadóttir var kjörin annar varaformaður Miðflokksins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk rússneska kosningu sem formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð stofnaði Miðflokkinn skömmu áður en Alþingiskosningarnar voru haldnar í lok október síðastliðsins. Skömmu áður hafði hann sagt skilið við Framsóknarflokkinn. Sigmundur Davíð var formaður Framsóknar frá árinu 2009 til 2016 en þá tapaði hann fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjöri.