Meðal þeirra 16 framboða sem skilað hafa gildu framboði til borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík er Karlalistinn, en þrátt fyrir nafnið eru þrjár konur á listanum. Óskar framboðið eftir því að honum verði úthlutað listabókstafnum Y, sem væntanlega er vísun í að karlmenn hafa einn slíkan í genamengi sínu.

Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðingur leiðir listann en hann skipaði 5. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir kosningarnar 2016, en sagði sig úr flokknum í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tapaði formannsslagnum í flokknum gegn Sigurði Inga Jóhannssyni.

Gunnar Waage kennari er í öðru sæti. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun sýnir þjóðarpúls Gallup að listinn mælist með jafnmikið fylgi og kvennaframboðið.

Vilja berjast gegn tálmunum og vanlíðan drengja í skólum

Meðal áherslumála listans er að bæta barnavernd, meðal annars til að stöðva tálmanir á umgengni við börn og að borgin kosti athvarf eða þjónustu við feður sem sæta umgengistálmunum. Einnig leggja þeir áherslu á að þörfum drengja í grunnskólakerfinu verði mætt, og er vísað í lélegri námsárangur þeirra og meiri vanlíðan en hjá stúlkum.

Síðan vill listinn að leikskólar og frístundaheimili verði gjaldfrjáls fyrir einstæða foreldra. Jafnframt að Innheimtustofnun sveitarfélaga taki tillit til félagslegra og heilsufarsþátta við innheimtur meðlaga, og að innheimturnar færist til Tryggingastofnunar.

Loks að félagsþjónusta Reykjavíkur komi til móts við umgengnisforeldra sem ekki geti framfleitt börnum sínum og framkvæmd fjárhagsaðstoðar borgarinnar sem þeir segja að beiti ólögmætum skilyrðum fyrir slíkri aðstoð.

Hér má sjá frambjóðendur Karlalistans fyrir kosningarnar til borgarstjórnar Reykjavíkur 26. maí næstkomandi:

  • 1. Gunnar Kristinn Þórðarson 150774-5359 Stjórnsýslufræðingur Langholtsvegur 174, 104
  • 2. Gunnar Waage 151265-3409 Kennari Naustabryggju 17, 110
  • 3. Stefán Páll Páluson 240678-5519 Grafískur hönnuður Háleitisbraut 153, 108
  • 4. Kristinn Skagfjörð Sæmundsson 180166-5999 Öryrki Gvendargeisla 82, 113
  • 5. Hjalti Þorvaldsson 131271-5069 Grafískur hönnuður Sjafnargata 8, 101
  • 6. Dagbjört Edda Bárðardóttir 130976-3879 Ráðgjafi Háaleitisbraut 40, 108
  • 7. Sigfús Atli Unnarsson 050378-5009 Vélstjóri Nökkvavogur 7, 104
  • 8. Loftur Baldvinsson 220380-4329 Stuðningsfulltrúi Rauðhamar 5, 112
  • 9. Þorfinnur Pétur Eggertsson 161271-3739 Vélfræðingur Dalhúsum 44, 112
  • 10. María Ás Birgisdóttir 261186-2689 Öryrki Nökkvavogur 7, 104
  • 11. Eyjólfur Vestmann Ingólfsson 111077-3209 Framkvæmdarstjóri Nökkvavogur 24, 104
  • 12. Gunnsteinn Adólf Ragnarsson 130572-3169 Öryrki Vindás 2, 110
  • 13. Stefán Örn Stefánsson 110977-3959 Kerfisfræðingur Grettisgata 32, 101
  • 14. Styrkár Fjalar Matthews 160296-3219 Verktaki Ingólfsstræti 4, 101
  • 15. Trausti Gylfason 160976-4039 Verktaki Geitland 8, 108
  • 16. Kristinn Sigurjónsson 081054-5099 Verkfræðingur Baughús 46, 112
  • 17. Hans Júlíus Þórðarson 250772- 4839 Viðskiptafræðingur Ásvallagata 10, 101
  • 18. Sigurjón Sveinsson 210471-3409 Tölvunarfræðingur Æsuborgir 13, 112
  • 19. Sveinn Arngrímsson 180169-3859 Tölvunarfræðingur Trönuhólar 5, 111
  • 20. Valur Árnarson 051073-5099 Verkfræðingur Laufengi 5, 112
  • 21. Haraldur Sigmundarsson 101180-3369 Kennari Austurbrún 4, 104
  • 22. Guðbjörg Marta Guðjónsdóttir 270779-3289 Ritari Brekkubæ 15, 110
  • 23. Friðgeri Sveinsson 030773-4709 Verktaki Krókavað 3, 110
  • 24. Elvar Þór Elvuson 210491-2529 Dyravörður Garðhús 4, 112
  • 25. Kristinn Spence 190392-2289 Verkefnastójri Stóragerði 18, 108