*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Fólk 16. október 2017 14:32

Gunnar Sveinn til Íslandsbanka

Íslandsbanki hefur ráðið Gunnar Svein Magnússon sem áður vann hjá AGS í Washington og ESB í Brussel.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Gunnar Sveinn Magnússon hefur verið ráðinn fjárfestatengill Íslandsbanka en hann hefur undanfarin sex ár starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington D.C. við fjárfestatengsl, samskipti og sjóðastýringu.

Áður starfaði hann hjá Framkvæmdastjórn ESB í Brussel og áður hjá Landsbankanum við fagfjárfestatengsl. Gunnar er með meistaragráðu frá London School of Economics og hefur lokið námi í verðbréfamiðlun.