*

mánudagur, 19. nóvember 2018
Frjáls verslun 2. júní 2018 13:44

Gunnar trónir á toppnum

Bæjarstjóri Garðabæjar er tekjuhæstur sveitarstjórnarmanna samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Kópavogur á þrjá á topp tíu.

Ritstjórn
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Haraldur Guðjónsson

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, er tekjuhæsti sveitarstjórnarmaður landsins fyrra  með tæplega 2,6 milljónir króna á mánuði.  Sturla Böðvarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Stykkishólmi, var með rúmlega 2,5 milljónir og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, var með 2,45 milljónir. Þetta kemur  fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar, sem kom í verslanir í gær.

Sturla gaf ekki kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum fyrir viku og er því hættur sem bæjarstjóri. Af þeim tíu tekjuhæstu eru þrír úr Kópavogi.

Hér má sjá lista yfir tíu tekjuhæstu sveitarstjórnarmennina:

  1. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar    2.588
  2. Sturla Böðvarsson, fv. bæjarstjóri Stykkishólms    2.521
  3. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs    2.453
  4. Róbert Ragnarsson, fv. bæjarstjóri Grindavíkur    2.269
  5. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs í Kópavogi    2.153
  6. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar    2.109
  7. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness    2.026
  8. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri     2.009
  9. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ    1.989
  10. Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi    1.984

Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjur á árinu 2017 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa á fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði.