Gylfi Arinbjörnsson, forseti ASÍ, er með 1.460 þúsund krónur í laun á mánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vefsíðu ASÍ.

Þar er tekið fram að þó að forsetinn fái ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu sé vinnutími hans nokkuð langur, en samkvæmt nýlegri tímaskráningu á starfi forsetans kemur fram að hann vinni um 60 klukkustundir á viku.

Einnig kemur fram í fréttatilkynningunni að meðaltal heildarlauna á almennum vinnumarkaði, samkvæmt könnun Hagstofu Íslands, voru 708 þúsund krónur árið 2016. Laun forseta ASÍ eru því ríflega tvöföld (2,4) þau meðallaun sem eru á almennum vinnumarkaði. „Ef tekið er tillit til vinnutíma og vinnustundum deilt í heildarlaun þá er forseti ASÍ með 1,4 sinnum meðallaun á almennum vinnumarkaði,“ er jafnframt tekið fram.