Gylfi Sigurðsson gekk til liðs við Swansea frá Tottenham í sumar en heldur sömu launum hjá velska liðinu og hann fékk hjá Lundúnaliðinu eða 40 milljónum á mánuði sem gera 480 milljónir króna í árslaun. Gylfi er launahæsti leikmaður Swansea ásamt framherjanum Wilfried Bony.

Frammistaða Gylfa með Swansea og íslenska landsliðinu í haust hefur verið í heimsklassa og líklegt að stórlið í Evrópu fylgist vel með þessum frábæra miðjumanni. Gylfi hefur raunar langhæstu launin þriðja árið í röð en hann hefur leitt listann eftir að Eiður Smári Guðjohnsen yfirgaf Barcelona og síðar Monaco.

Sá leikmaður sem hækkar mest í launum á milli ára er Alfreð Finnbogason en hann gekk í sumar til liðs við Real Sociedad á Spáni frá Heerenveen í Hollandi. Kaupverðið var um 1.200 milljónir íslenskra króna. Alfreð fær um 140 milljónir í árslaun hjá Real Sociedad samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins en hann var með um 52 milljónir í árslaun hjá hollenska liðinu.

Nánar er fjallað um málið í áramótablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .