*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 9. apríl 2015 13:10

Gylfi: Ívilnanir leiða til óarðbærari nýtingar á fjármagni

Með ívilnunum er verið að taka skattfé til að styrkja einstakar byggðir á kostnað hagkvæmni og arðsemi, segir hagfræðiprófessor.

Jóhannes Stefánsson
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Ívilnanir í formi lægri skatta, hraðari afskriftarreglna, beinna peningagjafa, styrkja og annarra aðgerða sem ríki grípa til í því skyni að laða að fjárfestingu tíðkast um allan heim. Þeim er ætlað að fá fyrirtæki til að setjast að í því ríki sem veitir þær eða hrinda úr vör verkefnum sem frjáls markaður hefur ekki talið efnahagslega forsvaranlegt að ráðast í.

Þá tíðkast einnig að ívilnanir séu veittar til að fjárfest sé í byggðalögum sem óhagkvæmt væri að gera eftir almennum reglum, en slíkar ívilnanir eru nokkuð algengar hér á landi. Dæmi um slíkar ívilnanir eru meðal annars fjárfestingarsamningar, styrkir í landbúnaði eða til kvikmyndaframleiðslu.

Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði í Háskóla Íslands, segir augljóst að ívilnandi fjárfestingasamningar sem séu gerðir á þessum forsendum leiði til óarðbærari nýtingar á fjármagni en ella.

„Þarna er tekið fjármagn og sett í óarðbærar framkvæmdir til þess að halda byggð á ákveðnum svæðum. Þá er arðsemi fjármagnsins minni en byggðin þá dreifðari um landið. Þá er verið að taka skattfé til þess að styrkja einstakar byggðir á kostnað hagkvæmni og arðsemi," segir hann.

„Það er verst ef það gefur stjórnmálamönnum leyfi til þess að dreifa fé um landið til þess að styrkja þær byggðir sem þeim sýnist. Betra væri að það væri bankakerfið sem mæti þessa fjárfestingakosti og þeir fengju fjármagnið sem hefðu bestu viðskiptahugmyndirnar, en ekki þeir sem væru í þeim byggðum þar sem stjórnmálamenn vilja auka atvinnu. Hvort vill maður búa í landi þar sem eru arðbær fyrirtæki sem skila arðsemi hvar sem þau eru eða óarðbær fyrirtæki sem eru rekin á kostnað almennings á stöðum þar sem enginn myndi vilja búa annars?“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim