*

föstudagur, 21. september 2018
Innlent 12. október 2017 15:23

Gylfi leiðir Viðreisn í NV

Viðreisn hefur samþykkt lista flokksins í Norðvesturkjördæmi en Gylfi Ólafsson leiðir listann.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Stjórn Viðreisnar hefur staðfest framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í lok október.

Í fréttatilkynningu frá flokknum segir að listinn endurspegli þann breiða hóp sem að framboðinu stendi, þarna sé fólk úr viðskiptalífinu, menntamálum og matreiðslu. Frambjóðendurnir eru á öllum aldri, með ólíka reynslu að baki en sameiginlega sýn á framtíð Íslands.

Listinn er fléttaður konum og körlum til jafns og er leiddur af Gylfa Ólafssyni, heilsuhagfræðingi og aðstoðarmanni fjármála- og efnahagsráðherra eins og hér segir:

 • Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur
 • Lee Ann Maginnis, lögfræðingur
 • Haraldur Sæmundsson, matreiðslumeistari
 • Sigrún Helga Lund, dósent í tölfræði
 • Jón Ottesen Hauksson, framkvæmdastjóri
 • Ása Katrín Bjarnadóttir, nemi
 • Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
 • Ragnheiður Jónasdóttir, verkefnastjóri
 • Sturla Rafn Guðmundsson, svæðisstjóri RARIK
 • Arnheiður Steinþórsdóttir, sagnfræðinemi
 • Ragnar Már Ragnarsson, byggingarfræðingur
 • Unnur Björk Arnfjörð, skólastjóri
 • Indriði Indriðason, sveitastjóri
 • Berglind Long, matreiðslumaður
 • Pálmi Pálmason, fv. framkvæmdastjóri
 • Jóhanna Guðrún Jónasdóttir, leikskólakennari