Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur kosið Gylfa Magnússon formann bankaráðs Seðlabanka Íslands. Jafnframt hefur ráðið kosið Þórunni Guðmundsdóttur varaformann ráðsins.

Gylfi var efnahags- og viðskiptaráðherra utan þings á árunum 2009-2010. Hann hefur verið dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands frá árinu 1998 en hann er með doktorsgráðu í hagfræði frá Yale háskóla í Bandaríkjunum.

Í ráðinu eiga einnig sæti eftirfarandi aðalfulltrúar: Sigurður Kári Kristjánsson, Frosti Sigurjónsson, Bolli Héðinsson, Una María Óskarsdóttir og Jacqueline Clare Mallett.

Varafulltrúar í ráðinu eru Þórlindur Kjartansson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Hildur Traustadóttir, Vilborg Hansen, Kristín Thoroddsen, Ólafur Margeirsson og Bára Valdís Ármannsdóttir.