*

þriðjudagur, 13. nóvember 2018
Fólk 26. apríl 2018 15:19

Gylfi nýr formaður bankaráðs

Gylfi Magnússon hefur verið kjörinn formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands en Þórunn Guðmundsdóttir verður varaformaður.

Ritstjórn
Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur kosið Gylfa Magnússon formann bankaráðs Seðlabanka Íslands. Jafnframt hefur ráðið kosið Þórunni Guðmundsdóttur varaformann ráðsins.

Gylfi var efnahags- og viðskiptaráðherra utan þings á árunum 2009-2010. Hann hefur verið dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands frá árinu 1998 en hann er með doktorsgráðu í hagfræði frá Yale háskóla í Bandaríkjunum. 

Í ráðinu eiga einnig sæti eftirfarandi aðalfulltrúar: Sigurður Kári Kristjánsson, Frosti Sigurjónsson, Bolli Héðinsson, Una María Óskarsdóttir og Jacqueline Clare Mallett.

Varafulltrúar í ráðinu eru Þórlindur Kjartansson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Hildur Traustadóttir, Vilborg Hansen, Kristín Thoroddsen, Ólafur Margeirsson og Bára Valdís Ármannsdóttir.