Mál Gylfa Arn­björns­son­ar, for­seta ASÍ, í tengsl­um við setu hans í fé­lagi sem hafði tengsl við af­l­ands­eyj­una Tor­tóla komst aftur í kastjósið eftir lekann á Panama-skjölunum títtnefndu.

Gylfi sendi frá sér yfirlýsingu í dag í kjölfar þess að raddir tóku að heyrast þess efnis að mótmælendur hyggðust hittast hjá ASÍ í dag kl: 17:00 og taka á móti afsögn hans vegna málsins.

Málið kom fyrst upp árið 2009

Hann bend­ir á að málið hafi fyrst komið upp árið 2009 og þá hafi hann sent frá sér til­kynn­ingu sem skýrði hans hlið máls­ins. Geng­ur það út á að í kring­um síðustu ald­ar­mót hafi Gylfi verið fram­kvæmd­ar­stjóri Eign­ar­halds­fé­lags Alþýðubank­ans hf. (EFA) og sam­hliða því í stjórn­um þeirra fyr­ir­tækja sem fé­lagið átti hlut í. EFA átti meðal ann­ars í hug­búnaðarfyr­ir­tæk­inu Hug­viti (sem seinna varð GoPro/​Lands­stein­ar).

Í yf­ir­lýs­ing­unni fer Gylfi yfir hvernig Hug­vit stækkaði mikið á þess­um árum og verið með dótt­ur­fé­lög víða um heim með er­lenda starfs­menn. Það hafi komið fram krafa starfs­manna um að hafa val­rétt að hluta­bréf­um Hug­vits og stjórn fé­lags­ins hafi samþykkt það.

Gylfi seg­ir að niðurstaða end­ur­skoðanda hafi verið að halda utan um kauprétt­ina í nýju fé­lagi sem væri staðsett í Lúx­em­borg. Ástæða þess væri að eign­ar­halds­fé­lög þar í landi eru ekki skatt­lögð og stjórn­in hafi talið rétt að starfs­menn myndu greiða skatta í sam­ræmi við skatta­lög­gjöf í þeim lönd­um þar sem þeir störfuðu og bjuggu. Ef ut­an­um­haldið hefði verið í ís­lenska móður­fé­lag­inu hefðu all­ir starfs­menn, jafn­vel þótt þeir væru bú­sett­ir er­lend­is, þurft að greiða skatta á Íslandi af kauprétt­un­um.

Seg­ir Gylfi að upp­lýs­inga­skylda hafi hvílt á fé­lag­inu í Lúx­em­borg og því hafi aldrei komið annað til greina en að upp­lýsa skatta­yf­ir­völd í viðkom­andi lönd­um um þau laun eða hlunn­indi sem starfs­menn þess myndu fá. Það væri ekk­ert öðru­vísi með fé­lagið í Lúx­em­borg.

Kaupþing í Lúxemborg kom að stofnun félagsins

Tengsl félagsins við Tor­tóla komu svo til að stjórn Hug­vits hafði sam­band við Kaupþing í Lúx­em­borg til að stofna þetta fé­lag og seg­ir Gylfi að svo virðist vera sem bank­inn hafi átt fé­lög í Lúx­em­borg á lag­er sem hafi verið stofnuð af ein­stak­ling­um á Tor­tóla. Stjórn Hug­vits hafi aft­ur á móti ekk­ert vitað um þetta, annað en að búið væri að koma á fót fé­lag­inu og að það héti Moti­vati­on In­vest­ment Hold­ing og væri staðsett í Lúx­em­borg. Þau hafi ekk­ert vitað af því að upp­haf­leg­ir stofn­end­ur þess hafi verið staðsett­ir á Tor­tóla.

Gylfi seg­ir að nú sé að koma í ljós að bank­arn­ir hafi stundað þessa iðju að stofna fé­lög með þess­um hætti til að dylja eign­ar­haldi. Þau hafi verið stofnuð í Lúx­em­borg með duldu eign­ar­haldi í Tor­tóla þannig að eng­inn vissi hver væri á bak við það. Í til­viki Hug­vits hafi eign­ar­hald­inu aft­ur á móti verið breytt og það op­in­bert hver ætti fé­lagið þegar það var komið í eigu Hug­vits.

Ekk­ert varð úr að fé­lagið væri notað, en net­ból­an um ald­ar­mót­in sprakk áður en eitt­hvað varð úr þess­um hug­mynd­um og hlut­ar fé­lag­ins voru seld­ir og aðrir lagðir niður. Gylfi hafi síðan hætt störfum sem framkvæmdarstjóri EFA í júlí 2001 og hætt samhliða öllum störfum og stjórnarsetu fyrir hönd EFA.

Kom ekki fram með ósiðlegum eða ótrúverðugum hætti

Gylfi telur skýrt að hann hafi ekki komið fram með ósiðlegum eða ótrúverðugum hætti í þessu máli. Það að stofna fyrirtæki í Lúxemborg með það afmarkaða og skilgreinda hlutverk að tryggja jafnræði starfsmanna í ljósi þeirra skattareglna sem giltu í þeirra heimalandi, væri fremur til eftirbreytni en bera vott um siðleysi. Fullyrðingar um að hann hafi staðið að því að koma eignum eða tekjum undan skatti séu einfaldlega rangar.

Yfirlýsingu Gylfa má finna hér.