Iðnaðarframleiðsla í Bandaríkjunum dróst meira saman í mars en greiningaraðilar höfðu búist við og gefur það til kynna að hagvöxtur þar á landi hafi tekið dýfu á fyrsta ársfjórðungi.

Engu að síður búast margir greiningaraðilar við því að landsframleiðsla í Bandaríkjunum nái sér svo aftur á strik þegar líða tekur á árið.

Iðnaðarframleiðsla dróst saman um 0,6% í síðasta mánuði og féll um önnur 0,6% í febrúar samkvæmt nýjustu gögnum frá Bandaríska seðlabankanum. Greiningaraðilar vestanhafs gerðu hins vegar ráð fyrir 0,1% samdrætti í síðasta mánuði. Á síðustu 12 mánuðum hefur iðnaðarframleiðsla dregist saman um 2,2%.