Facebook hefur sent frá sér viðvörun um að það hægist á vexti auglýsingatekna hjá fyrirtækinu. Í gær kynnti fyrirtækið uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. David Wehner, fjármálastjóri Facebook, tók fram að það væri einungis hægt að koma ákveðið mörgum auglýsingum á vegg Facebook notenda áður en þeir fengju nóg.

Facebook hagnaðist um 2,4 milljarði dollara á þriðja ársfjórðungi 2016. Hagnaðurinn jókst um 166% ef tekið er mið af sama tímabili í fyrra. Stærsti tekjuliður Facebook voru auglýsingatekjur - þar af 84% auglýsingar í snjallsímum.

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði þriðja ársfjórðung enn annan fjórðunginn þar sem að fyrirtækið stæði sig með prýðum. Í dag nota 1,1 milljarður Facebook í símanum sínum daglega, samanborið við 894 milljónir fyrir ári.