Hallgrímur Óskarsson, ímyndunar- og samskiptaráðgjafi, segir í samtali við Viðskiptablaðið að hin hefðbundna „hægri-vinstri“ hugsun í stjórnmálum sé á undanhaldi. Það höfði illa til kjósenda að heyra stjórnmálamenn tala um málefni út frá þeim sjónarhornum.

„Áhugi kjósenda vaknar þegar málefnin eru sett í samhengi við það hvort þau nýtist almenningi eða einstökum hagsmunahópum betur,“ segir Hallgrímur.

„Þetta nýtti Framsóknarflokkurinn sér nánast einn flokka. Ef hann hefði rammað sínar tillögur út frá hægri-vinstri hefðu fáir hlustað. En flokkurinn rammaði sín lykilstefnumál út frá pólum sem höfða svo vel til kjósenda, t.d. að lækka skuldir almennings á kostnað erlendra vogunarsjóða. Þess utan eiga kjósendur æ erfiðara með að skipa málum í hægri og vinstri fylkingar. Margir kjósendur furða sig á af hverju Steingrímur J. Sigfússon bjóði álver á Bakka með hægri hendi en hrópar náttúruvernd með þeirri vinstri. Þetta ruglar kjósendur og deyfir sýn þeirra á hægri og vinstri.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.