*

föstudagur, 22. júní 2018
Innlent 25. ágúst 2017 13:27

Hækka í kjölfar uppgjörs

Gengi hlutabréfa Símans og VÍS hefur hækkað töluvert það sem af er degi eftir að félögin birtu milliuppgjör í gær.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Töluverðar breytingar hafa verið á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni í dag eftir að fimm félög birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung í gær. 

Þegar þetta er skrifað hefur gengi hlutabréfa Símans hefur hækkað um 5,34% í 613 milljóna króna viðskiptum. Félagið hagnaðist um 790 milljónir á öðrum ársfjórðungi sem er aukning upp á 10,3% frá sama tímabili í fyrra.

VÍS hefur hækkað um 4,8% í 113 milljón milljóna viðskiptum. Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi tæplega tífaldaðist frá sama tímabili í fyrra og nam 917 milljónum. Þá var samsett hlutfall tímabilsins 84,2% en var 105,1% á sama tímabili í fyrra.

Gengi bréfa TM hefur hækkað um 3,29% í 115 milljóna viðskiptum. Hagnaður félagsins dróst saman um 22% milli ára en var þó ríflega 200 milljónum hærri en gert hafði verið ráð fyrir í afkomuviðvörun sem félagið sendi frá sér þann 18. júlí.

Gengi bréfa Eimskips hefur lækkað um 3,75% í 222 milljóna viðskiptum. Félagið skilaði 4,9 milljóna evra hagnaði á ársfjórðungnum og dróst hann saman um 44% frá sama tímabili í fyrra.

Þá hefur gengi bréfa Icelandair Group lækkað um 2,48% í 166 milljóna króna viðskiptum og Marel um 1,28% í 123 milljóna viðskiptum. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,54% það sem af er viðskiptum dagsins

Stikkorð: Icelandair Group Marel Eimskip Uppgjör Síminn TM VÍS